Jólaútsölur hófust í Lundúnum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:48 Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum. Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum.
Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira