Innlent

Öll skíðasvæði opin nema Bláfjöll

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag. Vísir/Vilhelm
Vel viðrar til skíðamennsku víðast hvar. Öll skíðasvæði eru opin, nema skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, en þar eru allt að tuttugu metrar á sekúndu.

Skíðasvæði Dalvíkur verður opið í dag frá 11-15. Aðstæður eru góðar, um sjö stiga frost og brekkurnar sjaldan verið betri, að sögn forsvarsmanna.

Á Siglufirði verður opið frá 12-16. Veður er gott, sunnangola, þriggja stiga frost og heiðskírt. Færið er jafnframt gott, troðinn nýr snjór en mjúkur.

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið frá 11-16. Veður er með ágætum, um 6 metrar á sekúndu og sex stiga frost og skýjað.

Þá er gott færi og um sex stiga frost í Hlíðarfjalli á Akureyri, en þar verður opið frá klukkan 12-16.  Í Oddsskarði verður opið frá klukkan 11-16 en þar er bæði veður og færi gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×