Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 18:31 Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira