Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 14:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. vísir/anton brink Fjölskipaður héraðsdómur í Stím-málinu svokallaða gefur vægast sagt lítið fyrir málsvörn Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik síðastliðinn mánudag. Lárus var dæmdur fyrir tvær lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím (áður FS37) sem samtals námu rúmum 20 milljörðum króna. Stím-málið snerist því um gríðarlegar fjárhæðir en til samanburðar þá nam lán Kaupþings vegna hlutabréfakaupa Al Thani tæpum 26 milljörðum króna.Lánið frá Glitni notað til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum Annað lánið sem Glitnir veitti Stími var greitt út í nóvember 2007. Var það notað til að fjármagna kaup Stím á 4,1 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni en félagið keypti hlutabréfin af sjálfum bankanum. Hitt lánið var veitt í janúar 2008 og var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar í hlutafjárútboði FL Group. Óumdeilt er í málinu að bæði lánin sem Stím fékk voru utan þeirra lánamarka sem áhættunefnd bankans mátti samþykkja að greiða út. Stjórn bankans hefði þurft að samþykkja hærri lánamörk fyrir félagið en það var ekki gert.Sagði að nefndarmönnum hefði yfirsést að lán voru utan marka Fyrri lánveitingin til Stím var samþykkt á fundi áhættunefndar Glitnis fjórum dögum áður en lánið var greitt út. Seinna lánið samþykkti áhættunefnd einnig en þá með millifundarsamþykkt sama dag og lánið var veitt. Fyrir dómi sagði Lárus að í báðum tilfellum hefði verið um hreina yfirsjón að ræða hjá þeim nefndarmönnum í áhættunefnd sem samþykktu lánin að þau væru utan heimilda. Sex manns voru á fundinum í nóvember en enginn þeirra gerði athugasemd við lánveitinguna eða hafði orð á því að lánið væri utan heimilda nefndarinnar. Það sama hefði einnig verið upp á teningnum í seinna skiptið. Þessari málsvörn Lárusar er hreinlega sópað út af borðinu í dómi héraðsdóms sem telur hana ekki standast skoðun. Að mati dómsins mátti Lárusi vera það ljóst að lánið væri utan heimilda, ekki síst vegna þess að innri reglur bankans um lán og markaðsáhættu höfðu nýverið, í umboði forstjórans, verið endurskoðaðar. Orðrétt segir í dómnum: „Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“Mátti vita að bréfin í FL Group myndu lækka hratt Að auki telur dómurinn að Lárusi hafi mátt vera ljóst að takmarkaðar tryggingar voru fyrir lánunum. Hann hafi þannig skapað Glitni fjártjónshættu með þeim. Tryggingarnar fyrir fyrra láninu voru annars vegar allt hlutaféð í Stím og svo hlutabréf félagsins í FL Group. Í dómnum er það tekið fram að í þeim dómsmálum sem rekin hafa verið eftir hrunið hefur því verið slegið föstu að gengi hlutabréfa hafi byrjað að lækka upp úr miðju ári 2007. Sú þróun átti einnig við um gengi hlutabréfa Glitnis og FL Group enda var kreppa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Lárus hafi því mátt vita að afar líklegt væri að gengi hlutabréfanna í FL sem voru trygging fyrir láninu myndi lækka hratt.Ekki betra að selja bréfin heldur en að hafa þau áfram hjá bankanum Þá gefur dómurinn heldur ekkert fyrir þá málsvörn Lárusar að betra hafi verið fyrir bankann að veita Stím lán, fá í leiðinni pening inn í bankann, sem nam ríflega 2 milljörðum króna, og losa sig þannig við hlutabréfin í FL Group og Glitnir sem síðar urðu verðlaus. Vísar dómurinn í að við mat á fjártjónshættu skuli líta til verðgildis hlutabréfanna þegar þau voru keypt en ekki til verðgildis síðari tíma: „Mikil verðmæti voru fólgin í hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group haf sem Glitnir banki hf. seldi Stími ehf., 19. nóvember 2007. Hefði verið unnt fyrir Glitni banka hf. að selja hlutabréfin öðrum á markaði eftir gangverði þeirra. Af þessu leiðir að ekki er unnt að líta til síðara tímamarks, eins og markaðsvirði hlutabréfanna þróuðust og urðu að lokum verðlaus. Út frá þessu verður ekki séð að betra hefði verið fyrir Glitni banka hf. að selja eigin hlutabréf og hlutabréf í FL Group hf. en að hafa þau áfram í eigin eignasafni þar sem gengi bréfanna hafi verið á hraðri niðurleið,“ eins og segir orðrétt í dómnum. Dómurinn taldi því sannað að Lárus hefði gerst sekur um umboðssvik þar sem hann hafði misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Fjölskipaður héraðsdómur í Stím-málinu svokallaða gefur vægast sagt lítið fyrir málsvörn Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik síðastliðinn mánudag. Lárus var dæmdur fyrir tvær lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím (áður FS37) sem samtals námu rúmum 20 milljörðum króna. Stím-málið snerist því um gríðarlegar fjárhæðir en til samanburðar þá nam lán Kaupþings vegna hlutabréfakaupa Al Thani tæpum 26 milljörðum króna.Lánið frá Glitni notað til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum Annað lánið sem Glitnir veitti Stími var greitt út í nóvember 2007. Var það notað til að fjármagna kaup Stím á 4,1 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni en félagið keypti hlutabréfin af sjálfum bankanum. Hitt lánið var veitt í janúar 2008 og var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar í hlutafjárútboði FL Group. Óumdeilt er í málinu að bæði lánin sem Stím fékk voru utan þeirra lánamarka sem áhættunefnd bankans mátti samþykkja að greiða út. Stjórn bankans hefði þurft að samþykkja hærri lánamörk fyrir félagið en það var ekki gert.Sagði að nefndarmönnum hefði yfirsést að lán voru utan marka Fyrri lánveitingin til Stím var samþykkt á fundi áhættunefndar Glitnis fjórum dögum áður en lánið var greitt út. Seinna lánið samþykkti áhættunefnd einnig en þá með millifundarsamþykkt sama dag og lánið var veitt. Fyrir dómi sagði Lárus að í báðum tilfellum hefði verið um hreina yfirsjón að ræða hjá þeim nefndarmönnum í áhættunefnd sem samþykktu lánin að þau væru utan heimilda. Sex manns voru á fundinum í nóvember en enginn þeirra gerði athugasemd við lánveitinguna eða hafði orð á því að lánið væri utan heimilda nefndarinnar. Það sama hefði einnig verið upp á teningnum í seinna skiptið. Þessari málsvörn Lárusar er hreinlega sópað út af borðinu í dómi héraðsdóms sem telur hana ekki standast skoðun. Að mati dómsins mátti Lárusi vera það ljóst að lánið væri utan heimilda, ekki síst vegna þess að innri reglur bankans um lán og markaðsáhættu höfðu nýverið, í umboði forstjórans, verið endurskoðaðar. Orðrétt segir í dómnum: „Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“Mátti vita að bréfin í FL Group myndu lækka hratt Að auki telur dómurinn að Lárusi hafi mátt vera ljóst að takmarkaðar tryggingar voru fyrir lánunum. Hann hafi þannig skapað Glitni fjártjónshættu með þeim. Tryggingarnar fyrir fyrra láninu voru annars vegar allt hlutaféð í Stím og svo hlutabréf félagsins í FL Group. Í dómnum er það tekið fram að í þeim dómsmálum sem rekin hafa verið eftir hrunið hefur því verið slegið föstu að gengi hlutabréfa hafi byrjað að lækka upp úr miðju ári 2007. Sú þróun átti einnig við um gengi hlutabréfa Glitnis og FL Group enda var kreppa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Lárus hafi því mátt vita að afar líklegt væri að gengi hlutabréfanna í FL sem voru trygging fyrir láninu myndi lækka hratt.Ekki betra að selja bréfin heldur en að hafa þau áfram hjá bankanum Þá gefur dómurinn heldur ekkert fyrir þá málsvörn Lárusar að betra hafi verið fyrir bankann að veita Stím lán, fá í leiðinni pening inn í bankann, sem nam ríflega 2 milljörðum króna, og losa sig þannig við hlutabréfin í FL Group og Glitnir sem síðar urðu verðlaus. Vísar dómurinn í að við mat á fjártjónshættu skuli líta til verðgildis hlutabréfanna þegar þau voru keypt en ekki til verðgildis síðari tíma: „Mikil verðmæti voru fólgin í hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group haf sem Glitnir banki hf. seldi Stími ehf., 19. nóvember 2007. Hefði verið unnt fyrir Glitni banka hf. að selja hlutabréfin öðrum á markaði eftir gangverði þeirra. Af þessu leiðir að ekki er unnt að líta til síðara tímamarks, eins og markaðsvirði hlutabréfanna þróuðust og urðu að lokum verðlaus. Út frá þessu verður ekki séð að betra hefði verið fyrir Glitni banka hf. að selja eigin hlutabréf og hlutabréf í FL Group hf. en að hafa þau áfram í eigin eignasafni þar sem gengi bréfanna hafi verið á hraðri niðurleið,“ eins og segir orðrétt í dómnum. Dómurinn taldi því sannað að Lárus hefði gerst sekur um umboðssvik þar sem hann hafði misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30