Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2015 07:00 Hjálpræðisherinn bætti við aukaplássi fyrir manninn í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. „Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira