Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir? Hilmar J. Malmquist skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun