Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 19:00 Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira