Björk segir að brátt verði engin ósnortin náttúra á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2015 08:51 Andri Snær og Björk fara fyrir náttúruverndarsinnum á Íslandi. Björk segir þröngan hóp hægrisinnaðra plebba hafa lagt undir sig landið. Tónlistarmaðurinn Björk vandar stjórnarliðum á Íslandi ekki kveðjurnar í viðtali við Vanity Fair sem birtist á laugardaginn, en viðtalið tekur Melissa Locker. Björk segist þreytt á plebbum sem hafa lagt undir sig ríkisstjórn Íslands. „Hópurinn sem Björk berjast gegn er bandalag hægri manna sem hafa lagt undir sig stjórn Íslands, hópur sem virðist staðráðinn í því að koma böndum á ósnortið hálendi landsins í nafni efnahagslegs ávinnings,“ skrifar Locker og vitnar svo beint í Björk:Sjá einnig:Þegar Björk sló í gegn í Conan O'Brien „Á Íslandi höfum við lítinn en ákaflega gráðugan hóp plebba sem vilja leggja undir sig hálendið og byggja virkjanir. Eins og sakir standa nú hafa þeir skipulagt 50 virkjanir á hálendinu,“ segir Björk. „Eftir fimm til tíu ár verður engin ósnortin náttúra á Íslandi.“ Björk vandar þessum þrönga hópi plebba, eða rednecks eins og hún kallar mannskapinn, ekki kveðjurnar og segist orðin afskaplega þreytt á þessum yfirgangsseggjum. Umræða um þessi ummæli fór nokkuð hátt í síðustu viku og henni virðist hvergi nærri lokið en viðtalið sem Tryggi Þór vitnar í má finna hér.Tryggvi Þór gefur veltir fyrir sér ummælum Bjarkar í erlendum miðlum.visir/anton brinkÞessi orð Bjarkar fara fremur illa í þann hóp sem skilgreinir sig til hægri. Þeim sárnar málflutningurinn. Þannig vitnar Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðismanna í viðtalið á sinni heimasíðu, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum ráðherra segir: „Vonandi dirfist enginn að leiðrétta þessar röngu staðhæfingar hennar – sá hinn sami verður úthrópaður fyrir ruddaskap af verstu gerð.“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, tekur hins vegar í sama streng og Björk: „Mér sýnist þetta nú vera nokkuð í samræmi við tillögur Orkustofnunar um virkjanakosti þó tímaramminn sem hún gefur sér sé í knappara lagi en ef „the very greedy group of rednecks“ fengi frjálsar hendur myndi þeim takast þetta á svona 10-20 árum.“Úr viðtali við Björk sem birtist í Vanity Fair í gær: "The group she is fighting against is the right-wing coalition...Posted by Tryggvi Þór Herbertsson on 20. desember 2015 Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björk vandar stjórnarliðum á Íslandi ekki kveðjurnar í viðtali við Vanity Fair sem birtist á laugardaginn, en viðtalið tekur Melissa Locker. Björk segist þreytt á plebbum sem hafa lagt undir sig ríkisstjórn Íslands. „Hópurinn sem Björk berjast gegn er bandalag hægri manna sem hafa lagt undir sig stjórn Íslands, hópur sem virðist staðráðinn í því að koma böndum á ósnortið hálendi landsins í nafni efnahagslegs ávinnings,“ skrifar Locker og vitnar svo beint í Björk:Sjá einnig:Þegar Björk sló í gegn í Conan O'Brien „Á Íslandi höfum við lítinn en ákaflega gráðugan hóp plebba sem vilja leggja undir sig hálendið og byggja virkjanir. Eins og sakir standa nú hafa þeir skipulagt 50 virkjanir á hálendinu,“ segir Björk. „Eftir fimm til tíu ár verður engin ósnortin náttúra á Íslandi.“ Björk vandar þessum þrönga hópi plebba, eða rednecks eins og hún kallar mannskapinn, ekki kveðjurnar og segist orðin afskaplega þreytt á þessum yfirgangsseggjum. Umræða um þessi ummæli fór nokkuð hátt í síðustu viku og henni virðist hvergi nærri lokið en viðtalið sem Tryggi Þór vitnar í má finna hér.Tryggvi Þór gefur veltir fyrir sér ummælum Bjarkar í erlendum miðlum.visir/anton brinkÞessi orð Bjarkar fara fremur illa í þann hóp sem skilgreinir sig til hægri. Þeim sárnar málflutningurinn. Þannig vitnar Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðismanna í viðtalið á sinni heimasíðu, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum ráðherra segir: „Vonandi dirfist enginn að leiðrétta þessar röngu staðhæfingar hennar – sá hinn sami verður úthrópaður fyrir ruddaskap af verstu gerð.“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, tekur hins vegar í sama streng og Björk: „Mér sýnist þetta nú vera nokkuð í samræmi við tillögur Orkustofnunar um virkjanakosti þó tímaramminn sem hún gefur sér sé í knappara lagi en ef „the very greedy group of rednecks“ fengi frjálsar hendur myndi þeim takast þetta á svona 10-20 árum.“Úr viðtali við Björk sem birtist í Vanity Fair í gær: "The group she is fighting against is the right-wing coalition...Posted by Tryggvi Þór Herbertsson on 20. desember 2015
Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25
Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06
Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15
Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55