Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Malbikið flettist af vegi í Stöðvarfirði og fauk út á tún. Mynd/Björgvin Valur Guðmundsson Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira