Drykkja ódýrara víns verður dýrari árið 2016 Snærós Sindradóttir skrifar 31. desember 2015 07:00 Freyðivín er í hugum margra tilvalið til að fagna. Greiningardeild Arion Banka spáir því að fleiri muni hafa efni á því að skála í kampavíni á nýju ári. NordicPhotos/Getty Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira