Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 19:30 Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að flóttabílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. „Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum. Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum.
Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49
„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57
Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55
Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25