Þriðjungur grunnlífeyris á Norðurlöndum Björgvin Guðmundsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Grunnlífeyrir almannatrygginga hér er tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Í grannlöndum okkar, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi, er hann þrisvar sinnum hærri. Íslendingar voru í fararbroddi í almannatryggingum fyrst eftir stríð. En síðan hefur Ísland stöðugt dregist aftur úr á þessu sviði og í dag rekur Ísland lestina. Hvað veldur? Ástæðan er skeytingarleysi stjórnmálamanna á sviði almannatrygginga. Framámenn í íslenskum stjórnmálum í dag virðast telja, að lífeyrir megi ekki vera hár í samanburði við lágmarkslaun. En þetta er alger misskilningur. Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun. Það sýnir einfaldlega, að þjóðfélagið vill gera vel við sína eldri borgara. Röksemd Bjarna Ben. um að lífeyrir megi ekki vera hár, þar eð þá sé enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkaðinn, á ekki við um eldri borgara. Eftirlaun verða hins vegar að vera það há, að þau dugi til framfærslu hjá þeim, sem einungis hafa tekjur almannatrygginga. En svo er ekki í dag. Þar vantar mikið upp á. Sú hungurlús, sem ríkisstjórnin skammtar lífeyrisþegum frá 1. janúar breytir hér engu. Lífeyrir aldraðra á að sjálfsögðu að vera svipaður hér og hann er í grannlöndum okkar. Jafnhliða stórhækkun grunnlífeyris aldraðra þarf að afnema skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Bjarni fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því fyrir síðustu alþingiskosningar að afnema þessa skerðingu. Hann hefur ekki efnt þetta loforð. Það er alvarlegt mál. Stjórnmálamenn geta ekki gefið kjósendum slík loforð án þess að standa við þau. Ef Bjarni efnir ekki þetta loforð strax á hann að segja af sér. Svo einfalt er það. Tekjutengingarnar fara mjög illa með aldraða og öryrkja. Eldri borgari, sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði, missir sem svarar helmingi þessarar upphæðar frá almannatryggingum. Hvaða réttlæti er í því? Hvers vegna var þessi eftirlaunamaður að greiða í lífeyrissjóð, ef hann nýtur þess ekki, þegar hann er hættur að vinna? Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að afnema hana strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Grunnlífeyrir almannatrygginga hér er tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Í grannlöndum okkar, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi, er hann þrisvar sinnum hærri. Íslendingar voru í fararbroddi í almannatryggingum fyrst eftir stríð. En síðan hefur Ísland stöðugt dregist aftur úr á þessu sviði og í dag rekur Ísland lestina. Hvað veldur? Ástæðan er skeytingarleysi stjórnmálamanna á sviði almannatrygginga. Framámenn í íslenskum stjórnmálum í dag virðast telja, að lífeyrir megi ekki vera hár í samanburði við lágmarkslaun. En þetta er alger misskilningur. Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun. Það sýnir einfaldlega, að þjóðfélagið vill gera vel við sína eldri borgara. Röksemd Bjarna Ben. um að lífeyrir megi ekki vera hár, þar eð þá sé enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkaðinn, á ekki við um eldri borgara. Eftirlaun verða hins vegar að vera það há, að þau dugi til framfærslu hjá þeim, sem einungis hafa tekjur almannatrygginga. En svo er ekki í dag. Þar vantar mikið upp á. Sú hungurlús, sem ríkisstjórnin skammtar lífeyrisþegum frá 1. janúar breytir hér engu. Lífeyrir aldraðra á að sjálfsögðu að vera svipaður hér og hann er í grannlöndum okkar. Jafnhliða stórhækkun grunnlífeyris aldraðra þarf að afnema skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Bjarni fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því fyrir síðustu alþingiskosningar að afnema þessa skerðingu. Hann hefur ekki efnt þetta loforð. Það er alvarlegt mál. Stjórnmálamenn geta ekki gefið kjósendum slík loforð án þess að standa við þau. Ef Bjarni efnir ekki þetta loforð strax á hann að segja af sér. Svo einfalt er það. Tekjutengingarnar fara mjög illa með aldraða og öryrkja. Eldri borgari, sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði, missir sem svarar helmingi þessarar upphæðar frá almannatryggingum. Hvaða réttlæti er í því? Hvers vegna var þessi eftirlaunamaður að greiða í lífeyrissjóð, ef hann nýtur þess ekki, þegar hann er hættur að vinna? Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að afnema hana strax.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar