Þetta eru mennirnir sem rændu bankann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 14:52 Líkt og sjá má á myndinni er annar þeirra með skammbyssu og hinn með hníf. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt myndir af mönnunum tveimur sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndunum er annar þeirra vopnaður hnífi og hinn skammbyssu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi komið að útibúinu á stolinni, hvítri sendibifreið, Ford Transit, með skráninganúmerinu VDZ 53, en bíllinn fannst skömmu síðar í Barmahlíð í Reykjavík.Óveruleg upphæðÍ tilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að mennirnir hafi haft í hótunum við starfsfólkið og krafist fjármuna . Þeir hafi tekið einhverja fjármuni með sér en upphæðin sé óveruleg. „Enginn meiddist sem er fyrir mestu og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum. Starfsfólki og viðskiptavinum í Borgartúni var að sjálfsögðu mjög brugðið og öllum verður boðin áfallahjálp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Útibúinu í Borgartúni hefur verið lokað frá því atvikið varð og það verður einnig lokað á morgun, gamlársdag.“Bíllinn sem mennirnir flúðu á fannst í Barmahlíð.Vísir/PjeturÓska aðstoðar almennings Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Fólki er bent á að hafa ekki afskipti af mönnunum. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið bjarni.olafur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Ógnuðu starfsfólkiSamkvæmt heimildum fréttastofu ógnuðu mennirnir starfsmönnum bankans, hristu einn þeirra og öskruðu „Þetta er rán“. Enn er unnið að því að taka skýrslur af viðskiptavinum bankans. Flestir hafa þó fengið að snúa til síns heima. Lögregla er með töluverðan viðbúnað í Borgartúni og búið er að auka öryggisgæslu í öðrum útibúum bankans. Tengdar fréttir Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt myndir af mönnunum tveimur sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndunum er annar þeirra vopnaður hnífi og hinn skammbyssu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi komið að útibúinu á stolinni, hvítri sendibifreið, Ford Transit, með skráninganúmerinu VDZ 53, en bíllinn fannst skömmu síðar í Barmahlíð í Reykjavík.Óveruleg upphæðÍ tilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að mennirnir hafi haft í hótunum við starfsfólkið og krafist fjármuna . Þeir hafi tekið einhverja fjármuni með sér en upphæðin sé óveruleg. „Enginn meiddist sem er fyrir mestu og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum. Starfsfólki og viðskiptavinum í Borgartúni var að sjálfsögðu mjög brugðið og öllum verður boðin áfallahjálp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Útibúinu í Borgartúni hefur verið lokað frá því atvikið varð og það verður einnig lokað á morgun, gamlársdag.“Bíllinn sem mennirnir flúðu á fannst í Barmahlíð.Vísir/PjeturÓska aðstoðar almennings Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Fólki er bent á að hafa ekki afskipti af mönnunum. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið bjarni.olafur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Ógnuðu starfsfólkiSamkvæmt heimildum fréttastofu ógnuðu mennirnir starfsmönnum bankans, hristu einn þeirra og öskruðu „Þetta er rán“. Enn er unnið að því að taka skýrslur af viðskiptavinum bankans. Flestir hafa þó fengið að snúa til síns heima. Lögregla er með töluverðan viðbúnað í Borgartúni og búið er að auka öryggisgæslu í öðrum útibúum bankans.
Tengdar fréttir Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24