Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2015 07:00 20-25 prósent útkalla Landhelgisgæslunnar eru vegna neyðar á sjó. Afgangur inni í landi en hlutföllin hafa breyst gríðarlega síðasta áratuginn. vísir/ernir Á þessu ári hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar farið í 214 útköll. Þar með hefur met frá árinu 2013 verið slegið þegar þyrlurnar fóru í 195 útköll. Fyrir tíu árum var meðalfjöldi útkalla um það bil 120 á ári og því ljóst að undanfarinn áratug hefur útköllunum fjölgað gríðarlega. „Aukning á útköllum eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Icelandic Tourism Research Center gerði rannsókn á útköllum þyrlanna á árunum 2009 til 2013. Þar kemur fram að helmingur útkalla er vegna ferðamanna. Þessi helmingur skiptist síðan jafnt á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna.Ásgrímur Lárus Ásgrímsson„Upphaflega var þyrludeild Landhelgisgæslunnar sett á stofn til að bjarga sjómönnum og ná í sjúklinga úti á sjó. Svo hefur þetta þróast út í að við förum inn í land enda eru þetta einu þyrlurnar sem eru uppsettar í leit og björgun. Í dag er þetta þannig að 70-75 prósent útkalla eru inni í landi, á fjöllum og erfiðum aðstæðum. Útköll þyrlanna eru skilgreind sem neyðaraðstoð og því ekki rukkað fyrir útköllin. Erfitt er að reikna út hvað hvert útkall kostar þar sem ákveðinn grunnkostnaður er alltaf til staðar sama hversu mörg útköllin eru. Aftur á móti er hægt að miða við að í verktöku kostar ein flugstund í þyrlu 680 þúsund krónur. Ásgrímur segir flókið að rukka fyrir útköll.Halldór Halldórsson„Við viljum að fólk sem lendir í vandræðum hiki ekki við að leita aðstoðar áður en vandræðin verða meiri og þar með björgunar- og leitaraðgerðir erfiðari. Það er ekki gott ef fólk fari að hugsa að það þurfi að borga háa fjárhæð og hiki við að láta vita af sér. Hins vegar mættu einhverjir sérfræðingar skoða möguleikann á að túristar sem koma til landsins séu með einhvers konar tryggingu. En það gæti verið erfitt ferli.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill sjá kerfi á Íslandi sem tryggir að útlagður kostnaður sé dekkaður. „Við erum með magnað kerfi sem byggir á svakalegri sjálfboðavinnu og ég er hræddur um að misnotkun geti skemmt það. Það á einnig við um kostnað Landhelgisgæslunnar. Ég sé fyrir mér tryggingakerfi þar sem endurgreiðsla myndi eiga sér stað. Það verður að vera því ég sé ekki annað fyrir mér en að þetta muni aukast,“ segir Halldór sem ætlar að taka upp málið á næsta fundi sínum með innanríkisráðherra. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Á þessu ári hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar farið í 214 útköll. Þar með hefur met frá árinu 2013 verið slegið þegar þyrlurnar fóru í 195 útköll. Fyrir tíu árum var meðalfjöldi útkalla um það bil 120 á ári og því ljóst að undanfarinn áratug hefur útköllunum fjölgað gríðarlega. „Aukning á útköllum eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Icelandic Tourism Research Center gerði rannsókn á útköllum þyrlanna á árunum 2009 til 2013. Þar kemur fram að helmingur útkalla er vegna ferðamanna. Þessi helmingur skiptist síðan jafnt á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna.Ásgrímur Lárus Ásgrímsson„Upphaflega var þyrludeild Landhelgisgæslunnar sett á stofn til að bjarga sjómönnum og ná í sjúklinga úti á sjó. Svo hefur þetta þróast út í að við förum inn í land enda eru þetta einu þyrlurnar sem eru uppsettar í leit og björgun. Í dag er þetta þannig að 70-75 prósent útkalla eru inni í landi, á fjöllum og erfiðum aðstæðum. Útköll þyrlanna eru skilgreind sem neyðaraðstoð og því ekki rukkað fyrir útköllin. Erfitt er að reikna út hvað hvert útkall kostar þar sem ákveðinn grunnkostnaður er alltaf til staðar sama hversu mörg útköllin eru. Aftur á móti er hægt að miða við að í verktöku kostar ein flugstund í þyrlu 680 þúsund krónur. Ásgrímur segir flókið að rukka fyrir útköll.Halldór Halldórsson„Við viljum að fólk sem lendir í vandræðum hiki ekki við að leita aðstoðar áður en vandræðin verða meiri og þar með björgunar- og leitaraðgerðir erfiðari. Það er ekki gott ef fólk fari að hugsa að það þurfi að borga háa fjárhæð og hiki við að láta vita af sér. Hins vegar mættu einhverjir sérfræðingar skoða möguleikann á að túristar sem koma til landsins séu með einhvers konar tryggingu. En það gæti verið erfitt ferli.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill sjá kerfi á Íslandi sem tryggir að útlagður kostnaður sé dekkaður. „Við erum með magnað kerfi sem byggir á svakalegri sjálfboðavinnu og ég er hræddur um að misnotkun geti skemmt það. Það á einnig við um kostnað Landhelgisgæslunnar. Ég sé fyrir mér tryggingakerfi þar sem endurgreiðsla myndi eiga sér stað. Það verður að vera því ég sé ekki annað fyrir mér en að þetta muni aukast,“ segir Halldór sem ætlar að taka upp málið á næsta fundi sínum með innanríkisráðherra.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira