Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Bjarki Ármannsson skrifar 10. október 2015 15:59 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13
Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54