Erfitt að eignast andvana barn og vita að þú lést það deyja Una Sighvatsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 20:10 Foreldrar sem þurfa að binda enda á meðgöngu vegna fósturgalla finna fyrir fordómum og skilningsleysi í samfélaginu. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun og hugsa með höfðinu en ekki hjartanu,“ segir Íris Helga Jónatansdóttir sem batt enda á meðgöngu sonar síns þegar í ljós kom alvarlegt brottfall á litningi fimm. Ljóst var að barnið yrði mikið fatlað og því var ákveðið að ljúka henni. „Þetta er það erfiðasta sem þú getur gert er að labba inn á stofu, eiga barnið þitt og vita að það er dáið og að þú lést það deyja. Ég mat það þannig að ég treysti mér og fólkinu í kringum mig ekki í þetta og síðan fannst mér ekki spennandi að bjóða barninu mínu upp á svona ótrúlega skert lífsgæði,“ segir Íris. Viðtal við Írisi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Heilbrigðisstarfsmenn gæta þess að beita verðandi foreldra engum þrýstingi þegar í ljós kemur að fóstur verði alvarlega fatlað. Á hverju ári þarf að binda enda á um tuttugu til þrjátíu meðgöngur vegna fósturgalla en slík ákvörðun er ekki tekin nema að vandlega ígrunduðu máli. „Þetta er alveg geysilega erfið ákvörðun fyrir flesta og ég hef upplifað með mörgum hvað það erfitt að ganga í gegnum þetta. Fólki finnst erfitt að ákveða að eitthvað líf eigi að enda og erfitt að ákveða að eitthvað líf sé ekki þess virði að lifa því,“ segir Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir. Í tilvikum sem þessum eru allir mögulegir sérfræðingar kallaðir til til að fræða foreldra um gallann og mögulegar afleiðingar hans. „Við reynum að vera mjög varkár og fullyrða ekki eitthvað sem við getum ekki staðið við. Nánast í öllum tilvikum þar sem um slíkt er að ræða þá hefur grunur okkar verið staðfestur eftir að fóstrið fæðist,“ segir Hulda en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Foreldrar sem þurfa að binda enda á meðgöngu vegna fósturgalla finna fyrir fordómum og skilningsleysi í samfélaginu. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun og hugsa með höfðinu en ekki hjartanu,“ segir Íris Helga Jónatansdóttir sem batt enda á meðgöngu sonar síns þegar í ljós kom alvarlegt brottfall á litningi fimm. Ljóst var að barnið yrði mikið fatlað og því var ákveðið að ljúka henni. „Þetta er það erfiðasta sem þú getur gert er að labba inn á stofu, eiga barnið þitt og vita að það er dáið og að þú lést það deyja. Ég mat það þannig að ég treysti mér og fólkinu í kringum mig ekki í þetta og síðan fannst mér ekki spennandi að bjóða barninu mínu upp á svona ótrúlega skert lífsgæði,“ segir Íris. Viðtal við Írisi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Heilbrigðisstarfsmenn gæta þess að beita verðandi foreldra engum þrýstingi þegar í ljós kemur að fóstur verði alvarlega fatlað. Á hverju ári þarf að binda enda á um tuttugu til þrjátíu meðgöngur vegna fósturgalla en slík ákvörðun er ekki tekin nema að vandlega ígrunduðu máli. „Þetta er alveg geysilega erfið ákvörðun fyrir flesta og ég hef upplifað með mörgum hvað það erfitt að ganga í gegnum þetta. Fólki finnst erfitt að ákveða að eitthvað líf eigi að enda og erfitt að ákveða að eitthvað líf sé ekki þess virði að lifa því,“ segir Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir. Í tilvikum sem þessum eru allir mögulegir sérfræðingar kallaðir til til að fræða foreldra um gallann og mögulegar afleiðingar hans. „Við reynum að vera mjög varkár og fullyrða ekki eitthvað sem við getum ekki staðið við. Nánast í öllum tilvikum þar sem um slíkt er að ræða þá hefur grunur okkar verið staðfestur eftir að fóstrið fæðist,“ segir Hulda en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira