Keppendur í Crossfit í lyfjapróf: „Þú vilt ekki vera með eitruð epli sem eitra út frá sér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2015 15:00 Frá keppni í CrossFit. CrossFit Samband Íslands og allar átta CrossFit stöðvarnar á Íslandi hafa tekið höndum saman um að innleiða virkt eftirlit með lyfjanotkun í CrossFit. Fyrsta skrefið er að keppendur á Íslandsmótinu um helgina þurfa að veita samþykki fyrir því að mæta í lyfjapróf hvenær sem er á næstu tólf mánuðum verði þess óskað.Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ, og Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, fagna verkefninu og segir Skúli að það muni styrkja ímynd Crossfits. Honum finnst að líkamsræktarstöðvar landsins mættu taka framtakið sér til fyrirmyndar og slást í hópinn.CFSÍ mun fara að ráðleggingum lyfjaeftirlits ÍSÍ varðandi lengd banns falli einhver á lyfjaprófi.Hættuleg lyf Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun koma að framkvæmd lyfjaprófanna. Verkefnið er fyrst og fremst í forvarnarskyni og vilja CFSÍ og CrossFit stöðvar á Íslandi leggja sitt af mörkum við að sporna við þeirri þróun að fólk íhugi að leita í lyf sem eru á bannlista lyfjaeftirlitsins í þeim tilgangi að bæta árangur sinn. „Slík lyf eru hættuleg og þeim fylgja oft aukaverkanir sem getur verið erfitt við að eiga síðar meir,“ segir í tilkynningu vegna verkefnisins frá CFSÍ og CrossFit stöðvum á Íslandi. Í framhaldinu á að vinna að samstarfssamningi milli CrossFit stöðva og lyfjaeftirlitsins og á eftirlitið að vera með þeim hætti að hægt verði að prófa hvern sem er sem æfi í CrossFit stöð. Stöðvarnar munu hafa það sem hluta af sínum skilyrðum sem iðkendur þegar þeir ganga frá samningi við stöðina. Falli einhver á lyfjaprófi verður viðkomandi óheimilt að æfa í CrossFit stöð á meðan banni stendur og taka þátt í atburðum á vegum CFSÍ.Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ.Einkafyrirtæki sem getur vel sett reglur Svanhildur segir að samþykktin sem keppendur skrifuðu undir fyrir Íslandsmótið um helgina sé fyrsta skrefið. Fari svo að einhver falli á lyfjaprófi um helgina verði fylgt ströngustu kröfum lyfjaeftirlitsins. Hún muni leggja til refsingu sem CFSÍ muni samþykkja. Greinilegt er á umræðum á Facebook-þræði CrossFit á Íslandi, þar sem fréttatilkynning var birt í gær, að ekki eru allir sáttir við breytinguna. „Það eru tveir til þrír sem eru háværastir,“ segir Svanhildur. Þeir vísi í friðhelgi einkalífs en það sé misskilningur. Crossfit-stöðvarnar séu einkafyrirtæki og vilji iðkendur ekki fylgja reglum geti þeir farið annað.Nokkrir ósáttir Meirihluti á fyrrnefndum Facebook-þræði fagnar framtakinu en nokkrir eru ósáttir eins og dæmin hér að neðan segja.„Ég held þið ættuð að athuga hvaða leið þið eruð að fara með þessu. Er ekki meirihluti fólks sem æfir crossfit að gera þetta sem líkamsrækt? Þeas ekki sem keppnisíþrótt.“„Þetta mun draga úr samkeppnishæfni íslenskra crossfitara á alþjóðavísu. Ég bara skil ekki hvernig í ósköpunum það kemur stöðvunum eða CFSÍ hvað menn og konur eru að gera við líkama sinn í frítíma sínum.“ „Það er fínt að stemma stigu við neyslu ólöglegra fæðubótarefna, en mér er ekki sama hvernig það er gert. Þegar eftirlitið verður svo víðtækt að það er farið að vinna gegn markmiðunum og farið að skerða einkalíf almennings verulega, erum við einfaldlega komin inn á hála braut. Meira í áttin að 1984 Orwells en frelsi.“Katrín Tanja Davíðsdóttir er titluð hraustasta kona í heimi eftir magnaðan árangur á heimsleikunum í CrossFit í sumar.Vísir/SnorriVilja ekki eitruð epli „Það eru skilaboðin sem við erum að senda. Við ætlum ekki að samþykkja lyfjanotkun í okkar sölum,“ segir Svanhildur. Rökin að viðkomandi sé iðkandi en ekki keppandi skipti þar engu enda erfið lína að miða við. Vísar hún í orð Skúla Skúlasonar, formanns lyfjaráðs ÍSÍ, sem segir að það eigi að koma viðkomandi stöðvum við að ekki séu „eitraðir“ einstaklingar að æfa þar. „Þú vilt ekki vera með eitrað epli sem eitrar út frá sér. Við viljum koma í veg fyrir að einhvern einn sé í þessu og kynni fyrir hinum og þessum. Fólk fái þá upplifun að svona sé þetta almennt,“ segir Svanhildur. Á móti muni það styrkja ímyndina þegar fólk fer í lyfjapróf og í ljós kemur að það hefur ekkert að fela. Íslandsmótið í Reebok Iceland Throwdown hófst í Kaplakrika í dag. Þar verður keppt og einnig í Sporthúsinu og Íþróttamiðstöðinni í Digranesi um helgina. Meðal keppenda eru Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson sem öll unnu til verðlauna á heimsleikunum í Crossfit í Kaliforníu í júlí.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirFormaður lyfjaráðs fagnar framtakinuSem fyrr segir er Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, afar sáttur við framtakið og má sjá hans innlegg í fyrrnefndan Facebook-þráð hér að neðan. Hann heldur áfram að svara gagnrýnisröddum á þræðinum sem nálgast má hér.„Frábært framtak sem mun styrkja ímynd Crossfits og mikið hugrekki að taka skrefið alla leið og stefna á lyfjalausar stöðvar og mættu líkamsræktarstöðvarnar taka sér þetta til fyrirmyndar og bætast í hópinn. Lyfjalausar stöðvar er verkefni sem hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum og nálægt 80% líkamsræktarstöðva í Noregi og Danmörku þátttakendur í því. Tilgangurinn er ekki að taka próf af handahófi (enda það liðin tíð og sóun á peningum) heldur mjög markviss próf þar sem markmiðið er að grisja út þá sem teljast óæskilegir. Enda hlutfall jákvæðra prófa teknum í líkamsræktarstöðvum í Danmörku miklu hærra en í keppnisíþróttum. Bannlisti WADA er ekki allur til grundvallar í slíkum prófum heldur þau efni sem eru bönnuð utan keppni, sem sagt örvandi efni (sem gætu verið í mörgum Pre-workout drykkum) væru ekki bönnuð í slíkum prófum. Tel ekki að hin almenni iðkandi þurfi að hafa nokkrar áhyggjur að falla "óvart" á lyfjaprófi vegna mismunandi reglugerða fyrir fæðubótarefni milli landa, það sem hann ætti að hafa meiri áhyggjur af eru illa merktar vörur sem gætu innihaldið efni sem ekki eru tilgreind á umbúðum. En almenningur þarf hins vegar alveg eins og íþróttamenn að vera vakandi yfir því hverju þeir eru að innbyrða heilsu sinnar vegna. Aftur til hamingju CFSÍ með framfaraskrefið“ Tengdar fréttir Yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík: „Ég hef ekki einu sinni séð stera“ Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Evert Víglundsson ræddu um Crossfit í Íslandi í dag í kvöld. 3. júní 2015 23:30 Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. 27. júlí 2015 15:49 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
CrossFit Samband Íslands og allar átta CrossFit stöðvarnar á Íslandi hafa tekið höndum saman um að innleiða virkt eftirlit með lyfjanotkun í CrossFit. Fyrsta skrefið er að keppendur á Íslandsmótinu um helgina þurfa að veita samþykki fyrir því að mæta í lyfjapróf hvenær sem er á næstu tólf mánuðum verði þess óskað.Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ, og Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, fagna verkefninu og segir Skúli að það muni styrkja ímynd Crossfits. Honum finnst að líkamsræktarstöðvar landsins mættu taka framtakið sér til fyrirmyndar og slást í hópinn.CFSÍ mun fara að ráðleggingum lyfjaeftirlits ÍSÍ varðandi lengd banns falli einhver á lyfjaprófi.Hættuleg lyf Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun koma að framkvæmd lyfjaprófanna. Verkefnið er fyrst og fremst í forvarnarskyni og vilja CFSÍ og CrossFit stöðvar á Íslandi leggja sitt af mörkum við að sporna við þeirri þróun að fólk íhugi að leita í lyf sem eru á bannlista lyfjaeftirlitsins í þeim tilgangi að bæta árangur sinn. „Slík lyf eru hættuleg og þeim fylgja oft aukaverkanir sem getur verið erfitt við að eiga síðar meir,“ segir í tilkynningu vegna verkefnisins frá CFSÍ og CrossFit stöðvum á Íslandi. Í framhaldinu á að vinna að samstarfssamningi milli CrossFit stöðva og lyfjaeftirlitsins og á eftirlitið að vera með þeim hætti að hægt verði að prófa hvern sem er sem æfi í CrossFit stöð. Stöðvarnar munu hafa það sem hluta af sínum skilyrðum sem iðkendur þegar þeir ganga frá samningi við stöðina. Falli einhver á lyfjaprófi verður viðkomandi óheimilt að æfa í CrossFit stöð á meðan banni stendur og taka þátt í atburðum á vegum CFSÍ.Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ.Einkafyrirtæki sem getur vel sett reglur Svanhildur segir að samþykktin sem keppendur skrifuðu undir fyrir Íslandsmótið um helgina sé fyrsta skrefið. Fari svo að einhver falli á lyfjaprófi um helgina verði fylgt ströngustu kröfum lyfjaeftirlitsins. Hún muni leggja til refsingu sem CFSÍ muni samþykkja. Greinilegt er á umræðum á Facebook-þræði CrossFit á Íslandi, þar sem fréttatilkynning var birt í gær, að ekki eru allir sáttir við breytinguna. „Það eru tveir til þrír sem eru háværastir,“ segir Svanhildur. Þeir vísi í friðhelgi einkalífs en það sé misskilningur. Crossfit-stöðvarnar séu einkafyrirtæki og vilji iðkendur ekki fylgja reglum geti þeir farið annað.Nokkrir ósáttir Meirihluti á fyrrnefndum Facebook-þræði fagnar framtakinu en nokkrir eru ósáttir eins og dæmin hér að neðan segja.„Ég held þið ættuð að athuga hvaða leið þið eruð að fara með þessu. Er ekki meirihluti fólks sem æfir crossfit að gera þetta sem líkamsrækt? Þeas ekki sem keppnisíþrótt.“„Þetta mun draga úr samkeppnishæfni íslenskra crossfitara á alþjóðavísu. Ég bara skil ekki hvernig í ósköpunum það kemur stöðvunum eða CFSÍ hvað menn og konur eru að gera við líkama sinn í frítíma sínum.“ „Það er fínt að stemma stigu við neyslu ólöglegra fæðubótarefna, en mér er ekki sama hvernig það er gert. Þegar eftirlitið verður svo víðtækt að það er farið að vinna gegn markmiðunum og farið að skerða einkalíf almennings verulega, erum við einfaldlega komin inn á hála braut. Meira í áttin að 1984 Orwells en frelsi.“Katrín Tanja Davíðsdóttir er titluð hraustasta kona í heimi eftir magnaðan árangur á heimsleikunum í CrossFit í sumar.Vísir/SnorriVilja ekki eitruð epli „Það eru skilaboðin sem við erum að senda. Við ætlum ekki að samþykkja lyfjanotkun í okkar sölum,“ segir Svanhildur. Rökin að viðkomandi sé iðkandi en ekki keppandi skipti þar engu enda erfið lína að miða við. Vísar hún í orð Skúla Skúlasonar, formanns lyfjaráðs ÍSÍ, sem segir að það eigi að koma viðkomandi stöðvum við að ekki séu „eitraðir“ einstaklingar að æfa þar. „Þú vilt ekki vera með eitrað epli sem eitrar út frá sér. Við viljum koma í veg fyrir að einhvern einn sé í þessu og kynni fyrir hinum og þessum. Fólk fái þá upplifun að svona sé þetta almennt,“ segir Svanhildur. Á móti muni það styrkja ímyndina þegar fólk fer í lyfjapróf og í ljós kemur að það hefur ekkert að fela. Íslandsmótið í Reebok Iceland Throwdown hófst í Kaplakrika í dag. Þar verður keppt og einnig í Sporthúsinu og Íþróttamiðstöðinni í Digranesi um helgina. Meðal keppenda eru Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson sem öll unnu til verðlauna á heimsleikunum í Crossfit í Kaliforníu í júlí.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirFormaður lyfjaráðs fagnar framtakinuSem fyrr segir er Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, afar sáttur við framtakið og má sjá hans innlegg í fyrrnefndan Facebook-þráð hér að neðan. Hann heldur áfram að svara gagnrýnisröddum á þræðinum sem nálgast má hér.„Frábært framtak sem mun styrkja ímynd Crossfits og mikið hugrekki að taka skrefið alla leið og stefna á lyfjalausar stöðvar og mættu líkamsræktarstöðvarnar taka sér þetta til fyrirmyndar og bætast í hópinn. Lyfjalausar stöðvar er verkefni sem hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum og nálægt 80% líkamsræktarstöðva í Noregi og Danmörku þátttakendur í því. Tilgangurinn er ekki að taka próf af handahófi (enda það liðin tíð og sóun á peningum) heldur mjög markviss próf þar sem markmiðið er að grisja út þá sem teljast óæskilegir. Enda hlutfall jákvæðra prófa teknum í líkamsræktarstöðvum í Danmörku miklu hærra en í keppnisíþróttum. Bannlisti WADA er ekki allur til grundvallar í slíkum prófum heldur þau efni sem eru bönnuð utan keppni, sem sagt örvandi efni (sem gætu verið í mörgum Pre-workout drykkum) væru ekki bönnuð í slíkum prófum. Tel ekki að hin almenni iðkandi þurfi að hafa nokkrar áhyggjur að falla "óvart" á lyfjaprófi vegna mismunandi reglugerða fyrir fæðubótarefni milli landa, það sem hann ætti að hafa meiri áhyggjur af eru illa merktar vörur sem gætu innihaldið efni sem ekki eru tilgreind á umbúðum. En almenningur þarf hins vegar alveg eins og íþróttamenn að vera vakandi yfir því hverju þeir eru að innbyrða heilsu sinnar vegna. Aftur til hamingju CFSÍ með framfaraskrefið“
Tengdar fréttir Yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík: „Ég hef ekki einu sinni séð stera“ Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Evert Víglundsson ræddu um Crossfit í Íslandi í dag í kvöld. 3. júní 2015 23:30 Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. 27. júlí 2015 15:49 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík: „Ég hef ekki einu sinni séð stera“ Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Evert Víglundsson ræddu um Crossfit í Íslandi í dag í kvöld. 3. júní 2015 23:30
Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. 27. júlí 2015 15:49
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52
Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45