Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 15:32 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira