Ólafur Páll: Hlökkum til að vinna með heilbrigðum Þórði Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:45 Þórður Ingason hefur tekið sig í gegn og ver áfram mark Fjölnis. vísir/vilhelm Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira