„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 11:03 Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. Vísir/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40