Tók leigubíl fyrir 37 þúsund kall þegar það byrjaði að gjósa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:14 "Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt," segir Magnús Tumi. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00
Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01
Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57
Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25