Konan fundin heil á húfi Gissur Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. febrúar 2015 07:09 Leitað var á sex snjóbílum, en einn þurfti frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57