James Hahn sigraði á Riviera 23. febrúar 2015 00:51 James Hahn á lokahringnum. vísir/Getty Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira