Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Guðrún Ansnes skrifar 23. febrúar 2015 09:00 Baldvin Z, leikstjóri og trommari vísir/vilhelm Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf. Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf.
Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29
Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00
Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00