Tugprósenta hækkun verður á fasteignaverði jón hákon halldórsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þrátt fyrir yfirvofandi hækkun segir Snorri að ekki sé hægt að tala um bólu. Fasteignaverð sé örlítið lægra en 2007 og 2008. Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira