Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Fyrirhugað verkfall BHM á mánudag hefur alvarlega áhrif víða, svo sem á kjúklinga- og svínabú, vegna vinnustöðvunar dýralækna. „Það er ekki langur tími til stefnu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagins, um þá stöðu sem komin er upp í samningamálum félagsins. Kjaradeila Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins er í hnút og hefur af hálfu beggja verið vísað til ríkissáttasemjara. Ljóst er að ákvarðanir stjórnar HB Granda um hækkun stjórnarlauna og útgreiðslu 2,7 milljarða króna arðs hafa hleypt illu blóði í samningaviðræður. „Algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður. Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir ákvarðanir HB Granda hafa sett allt á hvolf, en um leið þjappað fólki saman í baráttunni. „Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Aðrir verði hins vegar ekki skildir eftir „í skítnum“. Í kröfugerð félaganna séu „allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur vísað til þess að samtökin hafi beðið stjórnendur að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. SA ákveði hins vegar hvorki né semji um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum. Enn eykst ólgan á vinnumarkaðnum þegar félög BHM fara í verkfall á mánudag, til dæmis dýralæknar. Með því stöðvast öll slátrun, með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir kjúklinga- og svínabú. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri að Reykjum. Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28 Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 „Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
„Það er ekki langur tími til stefnu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagins, um þá stöðu sem komin er upp í samningamálum félagsins. Kjaradeila Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins er í hnút og hefur af hálfu beggja verið vísað til ríkissáttasemjara. Ljóst er að ákvarðanir stjórnar HB Granda um hækkun stjórnarlauna og útgreiðslu 2,7 milljarða króna arðs hafa hleypt illu blóði í samningaviðræður. „Algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður. Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir ákvarðanir HB Granda hafa sett allt á hvolf, en um leið þjappað fólki saman í baráttunni. „Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Aðrir verði hins vegar ekki skildir eftir „í skítnum“. Í kröfugerð félaganna séu „allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur vísað til þess að samtökin hafi beðið stjórnendur að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. SA ákveði hins vegar hvorki né semji um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum. Enn eykst ólgan á vinnumarkaðnum þegar félög BHM fara í verkfall á mánudag, til dæmis dýralæknar. Með því stöðvast öll slátrun, með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir kjúklinga- og svínabú. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri að Reykjum.
Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28 Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 „Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00
Kosningu lýkur á mánudaginn Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl. 14. apríl 2015 07:00
Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00
Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkefnum vera forgangsraðað eftir bráðleika. 15. apríl 2015 17:28
Sjúklingar í gíslingu vegna kjarabaráttu Hinrik A. Hansen sem er með heilaæxli sakar verkalýðsfélög, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. 15. apríl 2015 19:34
SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19
Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00
„Virðist sem ríkið sé ekki að hlusta“ Allt bendir til þess að félagsmenn BHM leggi niður störf á mánudag. Ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en síðdegis á mánudag. 16. apríl 2015 17:59