Fabian Gomez sterkastur á St. Jude Classic 15. júní 2015 14:30 Gomez á lokahringnum í gær. Getty. Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á St. Jude Classic sem kláraðist í gær en þetta er fyrsti sigur þessa 36 ára gamla Argentínumanns á PGA-mótaröðinni. Gomez var jafn Englendingnum Greg Owen fyrir lokahringinn á níu höggum undir pari en fáir léku betur á lokahringnum og Gomez sigraði að lokum með fjórum höggum á 13 undir pari. Þegar að fréttamenn spurðu hann eftir hringinn hver hefði verið lykillinn að sigrinum var Gomez fljótur að benda á teighöggin en hann hitti mjög margar brautir þrátt fyrir sterka vinda sem léku um TPC Southwind völlinn. Greg Owen endaði í öðru sæti á níu höggum undir pari en Phil Mickelson deildi þriðja sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum á átta höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Fabian Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö árin. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á St. Jude Classic sem kláraðist í gær en þetta er fyrsti sigur þessa 36 ára gamla Argentínumanns á PGA-mótaröðinni. Gomez var jafn Englendingnum Greg Owen fyrir lokahringinn á níu höggum undir pari en fáir léku betur á lokahringnum og Gomez sigraði að lokum með fjórum höggum á 13 undir pari. Þegar að fréttamenn spurðu hann eftir hringinn hver hefði verið lykillinn að sigrinum var Gomez fljótur að benda á teighöggin en hann hitti mjög margar brautir þrátt fyrir sterka vinda sem léku um TPC Southwind völlinn. Greg Owen endaði í öðru sæti á níu höggum undir pari en Phil Mickelson deildi þriðja sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum á átta höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Fabian Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö árin.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira