Innlent

Laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst.
Laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Árshækkun launa frá fyrsta ársfjórðungi 2014 til fyrsta ársfjórðungs 2015 var 5,9 prósent að meðaltali. Hækkunin var 4,6 prósent á almennum vinnumarkaði og 9,4 prósent hjá opinberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 7,4 prósent og laun starfsmanna sveitarfélaga um 11,6 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Frá fyrri ársfjórðungi var hækkun reglulegra launa á almennum vinnumarkaði á bilinu 0,5 prósent til 1,6 prósenta eftir starfsstéttum. Laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks hækkuðu mest en laun iðnaðarmanna minnst milli ársfjórðunga.

Í vísitölu launa á fyrsta ársfjórðungi gætir áhrifa bæði nýrra og eldri kjarasamninga ríkis og sveitarfélaga við nokkur stéttarfélög.

Ekki gætir lengur áhrifa eingreiðslu sem kveðið var á um í kjarasamningum fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stéttarfélaga opinberra starfsmanna sem voru undirritaðir á vormánuðum 2011. Kom sú eingreiðsla til útborgunar í janúar 2014 og hafði áhrif til 0,1 prósents hækkunar vísitölu launa á ársgrundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×