Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2015 10:49 Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. mynd/aðsend Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira