Kláraði guðfræði með skert skammtímaminni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:00 Dís lét heilaskaðann ekki stoppa sig í því að klára embættispróf í guðfræði. mynd/Hörður Ásbjörnsson Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19. Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19.
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira