Kláraði guðfræði með skert skammtímaminni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:00 Dís lét heilaskaðann ekki stoppa sig í því að klára embættispróf í guðfræði. mynd/Hörður Ásbjörnsson Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19. Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19.
Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið