Katrín Jakobsdóttir: „Brauðmolakenningin eini pólitíski flóttamaðurinn sem ríkisstjórnin vill taka á móti“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2015 17:15 Katrín Jakobsdóttir í ræðupúlti á landsfundi VG. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir hélt formannsræðu sína fyrir stundu á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs sem hófst á Selfossi í dag. Í ræðu sinni fór hún yfir víðan völl en gagnrýni á sitjandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkinn var fyrirferðarmikil.Fylgjast má með landsfundi VG í beinni útsendingu á Vísi.Sporin hræðaKatrín kallaði eftir því að gagnsæi yrði haft að leiðarljósi þegar stórar ákvarðanir væru teknar í íslensku sjónarmiði og tengdi hún það við afnám gjaldeyrishafta sem hafa verið í deiglunni undanfarnar vikur og mánuði hér á landi. Spurði Katrín sig og fundargesti hvort að nauðasamningaleiðin við kröfuhafa hina föllnu banka væri til þess fallin að auka gagnsæi. „Eru þessu viðmið fyrir stöðugleikaframlögin of lág til að upppfylla þau markmið að losun gjaldeyrishafta raski ekki högum almennings? Er verið að gefa of mikinn afslátt?“ Hvatti hún jafnframt stjórnvöld til þess að hrista upp í bankakerfinu og að einn banki yrði rekin með umhverfis- og samfélagssjónarmið að leiðarljósi, yrði niðurstaðan á þá leið að stórir hlutar hinna íslensku banka myndu enda í eigu ríkisins en fyrir liggur að Íslandsbanki muni enda í höndum ríkisins. Katrín efaðist þó um að ríkisstjórnin myndi fara þessa leið. „Hættan er sú að núverandi stjórnvöld muni ekki feta þá leið. Saga stjórnarflokkana í einkavæðingu banka er harmleikur sen ég leyfi mér að segja að mjög fáir vilji endurtaka. Sporin hræða.“Brauðmolakenningin í öndunarvél Ríkisstjórnin fékk annan skammt af gagnrýni frá Katrínu og sagði hún að þrátt fyrir ágætt efnahagssástand hér á landi sem þakka mætti bæði núverandi og síðustu ríkisstjórn væri ljóst að sitjandi ríkisstjórn forgangsraðaði í þágu hinna ríku í íslensku samfélagi. Sagði Katrín að að ríkisstjórnin nýtti sér brauðmolakenninguna svokölluðu sem afsökun fyrir því. „Það gerði hún með því að afnema auðlegarskatt, afnema orkuskatt, lækka skatta á alla nema hina tekjulægstu og svo taka forkálfar ríkistjórnarinnar upp orðaleppa Repúblikanaflokksins bandaríska um að hinir tekjulágu borgi nú alls engan skatt,“ sagði Katrín áður en hún ræddi um brauðmolakenninga sem hún sagði vera í öndunarvél, úrskurðuð látin af OECD. „En ríkisstjórn Íslands tók á móti henni, líklega eina pólitíska flóttamanninum sem hún vill hleypa inn í landið.“Ísland verði kolefnishlutlaust landÍ lokin vék Katrín að umhverfisvernd og vitnaði hún í ræðu Francois Hollande Frakklandsforseta á Arctic Circle-ráðstefnunni sem fram fór um síðustu helgi. Sagði Katrín að það væri ótækt að að einhverjir gætu grætt á á loftlagsbreytingum eða nýjum siglingarleiðum í kjölfar bráðnunar íss á Norðurslóðum, „við eigum ekki að græða á því sem veldur eymd annarra, sem skaðar náttúruna.“ Að mati Katrínar gæti Íslands spilað mikilvægt hlutverk og sett sér framsækin markmið. Kallaði Katrín eftir því að Ísland yrði kolefnishlutlaust land. Olíuvinnsla ætti ekki að vera valkostur og áð Ísland ætti að rafvæðast af fullu, sérstaklega með því að rafvæða samgönguflotann á Íslandi „Okkar markmið á ekki að snúast um að móta okkur endurnýjanlega orku til að knýja fleiri iðjuver heldur einmitt um orkuskipti, breytingar sem geta skipt máli fyrir heiminn þó að um litla þjóð sé að ræða.“Ekki leiðinlegt í pólitíkinni Katrín vék ekki að því í ræðu sinni hvort að hún myndi sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands eins og rætt og ritað hefur verið um en hún gat þess þó að henni þætti pólitíkin skemmtileg, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar um hvort væri ekki leiðinlegt í pólitíkinni. „Pólitískt starf skiptir máli því við viljum flest bæta samfélagið þannig að það verði réttlátt samfélag fyrir alla, gott samfélag fyrir alla. Og það hlýtur þegar öllu er á botninn hvolft að fela einnig í sér skemmtilegheit.“Fylgjast má með landsfundi VG í beinni útsendingu á Vísi um helgina. Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Vinstri grænna á Selfossi Fundurinn fer fram á Hótel Selfossi og stendur yfri um helgina. 23. október 2015 16:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hélt formannsræðu sína fyrir stundu á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs sem hófst á Selfossi í dag. Í ræðu sinni fór hún yfir víðan völl en gagnrýni á sitjandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkinn var fyrirferðarmikil.Fylgjast má með landsfundi VG í beinni útsendingu á Vísi.Sporin hræðaKatrín kallaði eftir því að gagnsæi yrði haft að leiðarljósi þegar stórar ákvarðanir væru teknar í íslensku sjónarmiði og tengdi hún það við afnám gjaldeyrishafta sem hafa verið í deiglunni undanfarnar vikur og mánuði hér á landi. Spurði Katrín sig og fundargesti hvort að nauðasamningaleiðin við kröfuhafa hina föllnu banka væri til þess fallin að auka gagnsæi. „Eru þessu viðmið fyrir stöðugleikaframlögin of lág til að upppfylla þau markmið að losun gjaldeyrishafta raski ekki högum almennings? Er verið að gefa of mikinn afslátt?“ Hvatti hún jafnframt stjórnvöld til þess að hrista upp í bankakerfinu og að einn banki yrði rekin með umhverfis- og samfélagssjónarmið að leiðarljósi, yrði niðurstaðan á þá leið að stórir hlutar hinna íslensku banka myndu enda í eigu ríkisins en fyrir liggur að Íslandsbanki muni enda í höndum ríkisins. Katrín efaðist þó um að ríkisstjórnin myndi fara þessa leið. „Hættan er sú að núverandi stjórnvöld muni ekki feta þá leið. Saga stjórnarflokkana í einkavæðingu banka er harmleikur sen ég leyfi mér að segja að mjög fáir vilji endurtaka. Sporin hræða.“Brauðmolakenningin í öndunarvél Ríkisstjórnin fékk annan skammt af gagnrýni frá Katrínu og sagði hún að þrátt fyrir ágætt efnahagssástand hér á landi sem þakka mætti bæði núverandi og síðustu ríkisstjórn væri ljóst að sitjandi ríkisstjórn forgangsraðaði í þágu hinna ríku í íslensku samfélagi. Sagði Katrín að að ríkisstjórnin nýtti sér brauðmolakenninguna svokölluðu sem afsökun fyrir því. „Það gerði hún með því að afnema auðlegarskatt, afnema orkuskatt, lækka skatta á alla nema hina tekjulægstu og svo taka forkálfar ríkistjórnarinnar upp orðaleppa Repúblikanaflokksins bandaríska um að hinir tekjulágu borgi nú alls engan skatt,“ sagði Katrín áður en hún ræddi um brauðmolakenninga sem hún sagði vera í öndunarvél, úrskurðuð látin af OECD. „En ríkisstjórn Íslands tók á móti henni, líklega eina pólitíska flóttamanninum sem hún vill hleypa inn í landið.“Ísland verði kolefnishlutlaust landÍ lokin vék Katrín að umhverfisvernd og vitnaði hún í ræðu Francois Hollande Frakklandsforseta á Arctic Circle-ráðstefnunni sem fram fór um síðustu helgi. Sagði Katrín að það væri ótækt að að einhverjir gætu grætt á á loftlagsbreytingum eða nýjum siglingarleiðum í kjölfar bráðnunar íss á Norðurslóðum, „við eigum ekki að græða á því sem veldur eymd annarra, sem skaðar náttúruna.“ Að mati Katrínar gæti Íslands spilað mikilvægt hlutverk og sett sér framsækin markmið. Kallaði Katrín eftir því að Ísland yrði kolefnishlutlaust land. Olíuvinnsla ætti ekki að vera valkostur og áð Ísland ætti að rafvæðast af fullu, sérstaklega með því að rafvæða samgönguflotann á Íslandi „Okkar markmið á ekki að snúast um að móta okkur endurnýjanlega orku til að knýja fleiri iðjuver heldur einmitt um orkuskipti, breytingar sem geta skipt máli fyrir heiminn þó að um litla þjóð sé að ræða.“Ekki leiðinlegt í pólitíkinni Katrín vék ekki að því í ræðu sinni hvort að hún myndi sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands eins og rætt og ritað hefur verið um en hún gat þess þó að henni þætti pólitíkin skemmtileg, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar um hvort væri ekki leiðinlegt í pólitíkinni. „Pólitískt starf skiptir máli því við viljum flest bæta samfélagið þannig að það verði réttlátt samfélag fyrir alla, gott samfélag fyrir alla. Og það hlýtur þegar öllu er á botninn hvolft að fela einnig í sér skemmtilegheit.“Fylgjast má með landsfundi VG í beinni útsendingu á Vísi um helgina.
Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Vinstri grænna á Selfossi Fundurinn fer fram á Hótel Selfossi og stendur yfri um helgina. 23. október 2015 16:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Vinstri grænna á Selfossi Fundurinn fer fram á Hótel Selfossi og stendur yfri um helgina. 23. október 2015 16:00