Leikstjórnandi San Francisco 49ers, Colin Kaepernick, náði nýjum lægðum síðustu nótt.
Hann gat lítið í leik 49ers og Seattle Seahawks sem Sjóhaukarnir unnu örugglega, 20-3.
Köstin hjá Kaepernick verða lélegri með hverju árinu þó svo hann geti vissulega enn kastað fast. Mjög fast.
Ein sendinga hans í gær fór nokkuð út fyrir völlinn og beint í andlitið á starfsmanni 49ers. Kastið var fast og svo fast að sjúkraliðar 49ers urðu að gera að sárum starfsmannsins.
Kastið má sjá hér.
