Erlent

Chafee dregur framboð sitt til baka

Samúel Karl Ólason skrifar
Lincoln Chafee, yfirgefur sviðsljósið.
Lincoln Chafee, yfirgefur sviðsljósið. Vísir/EPA
Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. Hann tilkynnti það fyrir skömmu, en honum gekk illa á að sækja á forskot Hillary Clinton og Bernie Sanders.

„Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að binda enda á baráttu mína fyrir embætti forseta,“ sagði Chafee. Hann hefur átt erfitt með að safna fé og meðbyr fyrir framboði sínu. Fylgi hans hafði mælst lítið sem ekkert fram til þessa.

Spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brian gerði grín að fylgisleysi Chafee í ágúst þar sem hann kvatti til þess að fólk myndi hjálpa til við að koma fylgi hans upp fyrir eitt prósent.

Chafee er mikill friðarsinni og var hann á árum áður í Repúblikanaflokknum. Hann var eini meðlimur þess flokks sem kaus gegn því að fara í stríð í Írak árið 2002. Hann gekk til liðs við Demókrata árið 2013 og hefur notað framboð sitt til þess að hvetja Bandaríkin til að styrkja Sameinuðu þjóðirnar í sessi og stuðla að friði í heiminum.

Þá kom hann Bandaríkjamönnum á óvart í vor þegar hann stakk upp á því að Bandaríkin tækju upp metrakerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×