Innlent

Löggan greip í tómt við Stjórnarráðið

Jakob Bjarnar skrifar
Fjöldi manna var mættur við Stjórnarráðið nú í morgun til að mótmæla.
Fjöldi manna var mættur við Stjórnarráðið nú í morgun til að mótmæla. visir/gva
Fjöldi manna mætti í morgun klukkan níu fyrir utan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu til að mótmæla. Áberandi voru félagar í SFR, sem nú eru í verkfalli sem staðið hefur í rúma viku og þokast hægt í samkomulagsátt. Þá fjölmenntu lögregluþjónar sem standa í kjarabaráttu.

Ástæðan fyrir því að mótmælendur völdu þennan stað og stund var vegna þess að fyrir dyrum stóð ríkisstjórnarfundur. En, mótmælendur gripu í tómt. Engir ráðamenn voru í húsinu.

Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, var vígalegur með gjallarhornið.visir/gva
Þrátt fyrir ítrekaðar símhringingar í forsætisráðuneytið þá var þar enginn til svara: hvers vegna ríkisstjórnarfundur var ekki haldinn. En, slíkt mun þó ekki óalgengt að föstudagsfundir falli niður vegna ýmissa ástæðna og hefur sitjandi ríkisstjórn ítrekað fellt niður fyrirhugaða ríkisstjórnarfundi.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var hins vegar á vaktinni og og tók meðfylgjandi myndir en um 300 manns voru mættir til að mótmæla.

Lögreglan greip í tómt, enga ráðamenn var að finna í húsinu.visir/gva



Fleiri fréttir

Sjá meira


×