„Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 20:15 Sölvi Sölvason, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, taldi viðskipti bankans vegna kaupa eignarhaldsfélaga á skuldabréfum sem tengdust skuldatryggingarálagi Kaupþings „ekki eðlilegan bankabusiness.“ Þá benti ekkert til þess að bankinn gæti fengið eitthvað sjálfur út úr viðskiptunum, en þau voru sett þannig upp að möguleiki var á miklum hagnaði vegna þeirra. Þetta kom fram þegar Sölvi bar vitni við aðalmeðferð í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir 510 milljóna evra lán sem bankinn veitti eignalitlum eignarhaldsfélögum skömmu fyrir bankahrunið 2008. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Einkennilegt að lána félögum sem ekki stóðu vel gríðarlegar fjárhæðir Sölvi kom að lánveitingum Kaupþings í Lúxemborg til þriggja eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa. Ekki er ákært fyrir þau lán en þau tengjast ákæruefninu beint þar sem upphaflega stóð til að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum fyrir skuldabréfakaupunum. Það gerði bankinn rúmum þremur vikum eftir að Kaupþing Lúxemborg hafði greitt út sín lán en eignarhaldsfélögin notuðu lánin frá Kaupþingi á Íslandi til að borga upp lánin við bankann úti. Saksóknari spurði Sölva fyrir dómi hvers vegna hann hefði ekki talið viðskiptin eðlileg. „Ég get sagt það að mér fannst einkennilegt að lána félögum sem þá stóðu ekki vel gríðarlega háar fjárhæðir. Þá var ekkert í samningunum sem benti til þess að bankinn ætti að fá eitthvað sjálfur út úr þessu. [...] Þessi þrjú félög voru valin til viðskiptanna því ef þau myndu hagnast þá gætu þau greitt skuldir sínar í bankanum. Ég klóraði mér í hausnum yfir þessu. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Sölvi.Peningarnir voru „bara hjá Hreiðari“ Þá sagði Sölvi jafnframt að það hafi verið hans upplifun að viðskiptin ættu ekki að fara hátt innan bankans en á meðal þeirra sem hann var í samskiptum við vegna þeirra voru ákærði Magnús og svo þeir Halldór Bjarkar Lúðvígsson og Guðmundur Þór Gunnarsson, viðskiptastjórar á fyrirtækjasviði Kaupþings á Íslandi. Í símtali sem Sölvi og Guðmundur áttu í ágúst 2008 vegna lánveitinganna sagði Sölvi að það væru ekki margir sem vissu um þau. „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós.“ Í öðru símtali við Guðmund í ágúst 2008 spyr Sölvi hann hvenær peningarnir komi til Kaupþings Lúxemborg. Sagði Guðmundur að þeir væru „bara hjá Hreiðari.“ Sölvi var ekki beint sáttur við þetta svar og sagði Guðmundur honum þá að hann teldi að málið ætti eftir að fara fyrir lánanefnd. Sölvi sagðist telja að fyrirmæli um útgreiðslu lánanna frá Kaupþingi á Íslandi hefðu komið frá Hreiðari Má. Það hefði hann skilið á samtölum sínum við Halldór Bjarkar og Guðmund Þór. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars, spurði hann hvort að hann sjálfur hefði einhvern tímann talað beint við Hreiðar. Svaraði Sölvi því neitandi. Sagði Hörður honum þá að ekkert væri að finna í gögnum málsins varðandi slík fyrirmæli frá Hreiðari til viðskiptastjóranna. Tengdar fréttir Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gert að meta umsækjendur um setu í stjórum stærri ríkisfyrirtækja Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Sölvi Sölvason, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, taldi viðskipti bankans vegna kaupa eignarhaldsfélaga á skuldabréfum sem tengdust skuldatryggingarálagi Kaupþings „ekki eðlilegan bankabusiness.“ Þá benti ekkert til þess að bankinn gæti fengið eitthvað sjálfur út úr viðskiptunum, en þau voru sett þannig upp að möguleiki var á miklum hagnaði vegna þeirra. Þetta kom fram þegar Sölvi bar vitni við aðalmeðferð í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir 510 milljóna evra lán sem bankinn veitti eignalitlum eignarhaldsfélögum skömmu fyrir bankahrunið 2008. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Einkennilegt að lána félögum sem ekki stóðu vel gríðarlegar fjárhæðir Sölvi kom að lánveitingum Kaupþings í Lúxemborg til þriggja eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa. Ekki er ákært fyrir þau lán en þau tengjast ákæruefninu beint þar sem upphaflega stóð til að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum fyrir skuldabréfakaupunum. Það gerði bankinn rúmum þremur vikum eftir að Kaupþing Lúxemborg hafði greitt út sín lán en eignarhaldsfélögin notuðu lánin frá Kaupþingi á Íslandi til að borga upp lánin við bankann úti. Saksóknari spurði Sölva fyrir dómi hvers vegna hann hefði ekki talið viðskiptin eðlileg. „Ég get sagt það að mér fannst einkennilegt að lána félögum sem þá stóðu ekki vel gríðarlega háar fjárhæðir. Þá var ekkert í samningunum sem benti til þess að bankinn ætti að fá eitthvað sjálfur út úr þessu. [...] Þessi þrjú félög voru valin til viðskiptanna því ef þau myndu hagnast þá gætu þau greitt skuldir sínar í bankanum. Ég klóraði mér í hausnum yfir þessu. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Sölvi.Peningarnir voru „bara hjá Hreiðari“ Þá sagði Sölvi jafnframt að það hafi verið hans upplifun að viðskiptin ættu ekki að fara hátt innan bankans en á meðal þeirra sem hann var í samskiptum við vegna þeirra voru ákærði Magnús og svo þeir Halldór Bjarkar Lúðvígsson og Guðmundur Þór Gunnarsson, viðskiptastjórar á fyrirtækjasviði Kaupþings á Íslandi. Í símtali sem Sölvi og Guðmundur áttu í ágúst 2008 vegna lánveitinganna sagði Sölvi að það væru ekki margir sem vissu um þau. „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós.“ Í öðru símtali við Guðmund í ágúst 2008 spyr Sölvi hann hvenær peningarnir komi til Kaupþings Lúxemborg. Sagði Guðmundur að þeir væru „bara hjá Hreiðari.“ Sölvi var ekki beint sáttur við þetta svar og sagði Guðmundur honum þá að hann teldi að málið ætti eftir að fara fyrir lánanefnd. Sölvi sagðist telja að fyrirmæli um útgreiðslu lánanna frá Kaupþingi á Íslandi hefðu komið frá Hreiðari Má. Það hefði hann skilið á samtölum sínum við Halldór Bjarkar og Guðmund Þór. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars, spurði hann hvort að hann sjálfur hefði einhvern tímann talað beint við Hreiðar. Svaraði Sölvi því neitandi. Sagði Hörður honum þá að ekkert væri að finna í gögnum málsins varðandi slík fyrirmæli frá Hreiðari til viðskiptastjóranna.
Tengdar fréttir Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gert að meta umsækjendur um setu í stjórum stærri ríkisfyrirtækja Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46