Manchester United tapaði í Þýskalandi og fer í Evrópudeildina | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 21:30 Chris Smalling gat ekki leynt vonbrigðum sínum, Vísir/AFP Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira