Enski boltinn

Arnar: Getur verið að Van Gaal sé Messías

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„United er það lið sem sendir boltann hvað oftast til baka. Það er það lið sem sendir fæstar sendingar fram á við og United er það lið sem á fæst skot á markið. Við erum að tala um Manchester United.“

Þetta sagði Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, harðorður um lið Manchester United þegar liðið var tekið fyrir í Messunni á Stöð 2 Sport 2 HD í gærkvöldi.

Þrátt fyrir að vera ekki að spila neinn sambabolta er Manchester United engu að síður í bullandi titilbaráttunni, en Hjörvar Hafliðason benti á hversu daufur Van Gaal er á hliðarlínunni þar sem hann situr bara með möppuna sína.

„Ég held að þetta pirri stuðningsmenn United. Þeir sjá Jürgen Klopp gera góða hluti með Liverpool. Þar er maður með persónuleika. Ég er ekkert viss um að Ryan Giggs vilji láta bendla sig við þessa vitleysu,“ sagði Arnar og Þorvaldur Örlygsson tók undir:

„Mín skoðun er, að ef þú skrifar of mikið geturðu misst af augnablikum í leiknum. Þú getur alltaf horft á leikinn aftur,“ sagði hann.

Arnar vildi þó ekki alveg ganga frá Van Gaal og benti á að þessi spilamennska gæti verið lognið á undan stormi næsta tímabils?

„Svo getur alveg verið að þetta sé messías. Þessi tvö tímabil eru kannski bara að leggja grunninn að sterku húsi. Þeir verða komnir með góðan varnarleik og halda boltanum vel og þá er síðasta púslið að ná í góða sóknarmenn til að klára færin,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Messan: Neisti í Gylfa | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætan leik þegar Swansea steinlá, 0-3, fyrir Leicester City í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×