Lífið

Ísland í dag: Fóru alla leið til Iowa á beikonhátíð

Rétt um tuttugu fulltrúar Reykjavík Beikon hátíðarinnar, sem haldin er árlega á Skólavörðustígnum í Reykjavík, héldu á dögunum til Des Moines í Iowa til fylgjast með Blue Ribbon Bacon Festival. Um er að ræða 18 þúsund manna hátíð þar sem boðið er upp á beikon í öllum hugsandi og óhugsandi myndum.

Þá var á hátíðinni boðið upp á fjölmörg og vægast sagt einkennileg skemmtiatriði.

Hjörtur Hjartarson og Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður fóru fyrir hönd Íslands í dag og verður afraksturinn sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld. Sjón er sögu ríkari.

Meðfylgjandi er brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×