Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram HRUND ÞÓRSDÓTTIR skrifar 10. febrúar 2015 20:00 Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika. Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika.
Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18
Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13
„Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03
Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55
Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54
Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23