Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 13:36 Jóhanna María er hugsi yfir áherslum ungs fólks sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið. Vísir/GVA „Ég sit í nefnd sem fer með menntamál og þetta eru áherslur unga fólksins,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í Facebook-færslu þar sem hún segist hrista höfuðið yfir ungu fólkinu sem sendir þingmönnum áskorun um að samþykkja Áfengisfrumvarpið svokallaða sem myndi heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Nýverið opnaði vefsíðan Vinbudin.com sem er sögð rekin af áhugamönnum um aukið verslunarfrelsi á Íslandi. Á síðunni má finna upplýsingar um áhrif þess að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar Íslands á sölu á áfengi og þá er hægt að sjá á síðunni afstöðu þingmanna til áfengisfrumvarpsins, hvort þeir eru með því, á móti eða ekki búnir að taka afstöðu til þess.Skjáskot af vefsíðunni Vinbudin.com þar sem notendur eru hvattir til að skora á þingmenn að samþykkja Áfengisfrumvarpið.vinbudin.comÁ síðunni eru notendur hennar hvattir til að skora á þingmenn að samþykkja þetta Áfengisfrumvarp og má því mögulega rekja þessar áskoranir sem hafa borist til Jóhönnu Maríu til þessarar síðu. Jóhanna María segist hafa tekið sig til og flett þessum einstaklingum upp sem hafa skorað á hana að samþykkja frumvarpið og komist að því að nokkrir þeirra eru undir þeim aldri að mega kaupa áfengi.Hugsi yfir áherslum ungs fólks „Hvaða hagsmuni hafa þeir af samþykkt þessa frumvarps og hver hvetur þessa einstaklinga til að senda póst á alþingismenn.“ spyr Jóhanna sem segir nokkra þessara einstaklinga ekki láta nafn sitt fylgja með og aðra ekki ganga undir réttum nöfnum. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að taka mark á fólki sem getur ekki skrifað undir nafn sitt undir beiðnir eða sjá sig knúin til að nota dulnefni,“ skrifar Jóhanna María. Hún bendir á að nokkrir þessara einstaklinga séu nýlega orðnir tvítugir og spyr hvort þetta sé virkilega helsta baráttumál ungmenna á Íslandi. „Ég sit í nefnd sem fer með menntamál og þetta eru áherslur unga fólksins ! Við höfum fjallað um LÍN, menntaskólana í landinu, rafræn námsgögn, húsaleigubætur og framlög til háskólastarfs ásamt fullt af málum er snerta ungt fólk, menntun þess, menningu, íþróttir o.s.frv. En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki. Ég get ekki annað en hrist höfuðið.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir. Tengdar fréttir Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til breytingar í gær. 4. febrúar 2015 20:46 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Bein tengsl á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst rannsakaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. 25. nóvember 2014 08:39 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Ég sit í nefnd sem fer með menntamál og þetta eru áherslur unga fólksins,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í Facebook-færslu þar sem hún segist hrista höfuðið yfir ungu fólkinu sem sendir þingmönnum áskorun um að samþykkja Áfengisfrumvarpið svokallaða sem myndi heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Nýverið opnaði vefsíðan Vinbudin.com sem er sögð rekin af áhugamönnum um aukið verslunarfrelsi á Íslandi. Á síðunni má finna upplýsingar um áhrif þess að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar Íslands á sölu á áfengi og þá er hægt að sjá á síðunni afstöðu þingmanna til áfengisfrumvarpsins, hvort þeir eru með því, á móti eða ekki búnir að taka afstöðu til þess.Skjáskot af vefsíðunni Vinbudin.com þar sem notendur eru hvattir til að skora á þingmenn að samþykkja Áfengisfrumvarpið.vinbudin.comÁ síðunni eru notendur hennar hvattir til að skora á þingmenn að samþykkja þetta Áfengisfrumvarp og má því mögulega rekja þessar áskoranir sem hafa borist til Jóhönnu Maríu til þessarar síðu. Jóhanna María segist hafa tekið sig til og flett þessum einstaklingum upp sem hafa skorað á hana að samþykkja frumvarpið og komist að því að nokkrir þeirra eru undir þeim aldri að mega kaupa áfengi.Hugsi yfir áherslum ungs fólks „Hvaða hagsmuni hafa þeir af samþykkt þessa frumvarps og hver hvetur þessa einstaklinga til að senda póst á alþingismenn.“ spyr Jóhanna sem segir nokkra þessara einstaklinga ekki láta nafn sitt fylgja með og aðra ekki ganga undir réttum nöfnum. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að taka mark á fólki sem getur ekki skrifað undir nafn sitt undir beiðnir eða sjá sig knúin til að nota dulnefni,“ skrifar Jóhanna María. Hún bendir á að nokkrir þessara einstaklinga séu nýlega orðnir tvítugir og spyr hvort þetta sé virkilega helsta baráttumál ungmenna á Íslandi. „Ég sit í nefnd sem fer með menntamál og þetta eru áherslur unga fólksins ! Við höfum fjallað um LÍN, menntaskólana í landinu, rafræn námsgögn, húsaleigubætur og framlög til háskólastarfs ásamt fullt af málum er snerta ungt fólk, menntun þess, menningu, íþróttir o.s.frv. En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki. Ég get ekki annað en hrist höfuðið.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.
Tengdar fréttir Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til breytingar í gær. 4. febrúar 2015 20:46 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Bein tengsl á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst rannsakaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. 25. nóvember 2014 08:39 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til breytingar í gær. 4. febrúar 2015 20:46
Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00
Bein tengsl á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst rannsakaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. 25. nóvember 2014 08:39