Náttúrupassinn: Ósammála um hvort grundvallaratriðin hafi verið rædd Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 11:10 Nefndarmenn eru alls ekki á einu máli um náttúrupassann of forsendur hans. Vísir/Vilhelm/Anton/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“ Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“
Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira