Er járn ekki lengur í tísku? 10. febrúar 2015 12:00 Ágúst stofnaði facebook síðu til að auka umræðu og fræðslu um járn. Hann setur inn eitt nýtt efni á hverjum degi í febrúar. Fyrir tveimur árum gerði Ágúst Óskar Gústafsson, heimilislæknir í Vestmannaeyjum, töflu um smitsjúkdóma barna. Taflan var gerð í samvinnu við leikskóla í bæjarfélaginu og tilgangurinn að búa til leiðbeiningar sem allir gætu fallist á. Taflan fór fyrir tilviljun á flakk og umræða um hana skapaðist um allt land. Núna hefur Ágúst opnað facebook síðu þar sem hann setur inn upplýsingar um járn, járnskort og járnofhleðslu í sama tilgangi, að fræða og leiðbeina. Heimilislæknir þarf að vera praktískur og stór hluti af starfinu er að fræða og það er takmarkað hvað næst að koma miklu til skila á tíu til fimmtán mínútum á stofu. Því er mjög gott fyrir sjúklinga að geta skoðað þessa hluti í rólegheitunum eins oft og þeir þurfa. Ég hef líka haft áhuga á járnofhleðslu síðan ég útskrifaðist 2003. Kveikjan var eiginlega sú að einungis stóðu nokkrar línur í kennslubókinni um sjúkdóminn sem er lýst sem „algengasta erfðasjúkdómi sem þú hefur aldrei heyrt talað um“. Ekki minnkaði áhuginn þegar það kom í ljós að þetta er „eldgamall“ sjúkdómur og getur haft víðtæk áhrif á hin ýmsu líffæri líkt og til dæmis sykursýki. Í seinni tíð hef ég reynt að lesa meira um sjúkdóminn og einnig járnbúskap almennt. Auk þess fannst mér vanta upplýsingar um járn á einn stað,“ segir Ágúst um tilkomu síðunnar.Fe er járn í lotukerfinu.Lengsti fyrirlestur í heimiÁ síðunni, sem heitir „Járnskortur og járnofhleðsla“, má finna upplýsingar um járnskort og járnofhleðslu, einkenni þess, járn í mataræði, hvernig járnið er nýtt og þar er vísað á góðar síður sem veita frekari upplýsingar. „Hugmyndin með þessari síðu er að byggja þetta upp eins og fyrirlestur, nýta hvern dag í eitt ákveðið málefni. Þetta verður almennt í fyrstu, en síðan markvissara um járnofhleðslu og járnskort. Þetta verður því eins og hægasta PowerPoint sýning allra tíma en vonandi skemmtilegt og gagnlegt fyrir þá sem skoða. Ég valdi reyndar febrúar sérstaklega til að gera þetta því ég hef gaman að orðaleikjum og járn er táknað Fe.“Mikil vitneskja um járn tilÁgúst segist fylgjast vel með umræðu um mataræði og lífsstíl og segir það gefandi að sjá fólk breyta um lífsstíl á eigin forsendum því það reynist yfirleitt best til lengri tíma litið. „Mér finnst umræðan um járn vera dottin úr tísku. Að mínu viti ætti hún að vera meiri þar sem við vitum svo margt um járn, við höfum úrræði, greiningu og einkenni auk þess sem margir þjást af járnskorti. Gróflega áætlað eru um tuttugu prósent kvenna á barneignaraldri með járnskort og um það bil helmingur kvenna á meðgöngu fær járnskort. Síðasta stóra rannsókn sem gerð var á Íslandi á járnofhleðslu og járnskorti var gerð árið 1991 þannig að það er lítið nýtt að frétta. Það er því klárlega þörf á því að ræða þetta.“Um tuttugu prósent kvenna á barneignaraldri eru með járnskort og undanfarið hefur orðið meiri vakning um járnofhleðslu. Getty/nordic photoGetty/nordic photoHvatning til annarra læknaHann segir facebook síðuna ekki eiga að vera tæmandi heldur eigi hún að verða fólki hvatning til þess að grúska sjálft í þessu, þannig skili það sér best til lengri tíma. „Það er ýmislegt í þessu sem er bara almenn skynsemi eins og að borða fisk og grænt grænmeti við járnskorti. Þetta er þekking sem er til staðar en mataræði hefur breyst talsvert í gegnum árin og því er þetta góð áminning. Síðustu ár hefur orðið meiri vakning um járnofhleðslu. Þetta er í flestum tilfellum arfgengur sjúkdómur sem fólk fæðist með en kemur ekki í ljós fyrr en um miðjan aldur,“ útskýrir Ágúst. Aðspurður hvort fleiri svipuð verkefni séu í vændum hjá honum segir hann hægt að skrifa um nóg af hlutum. „Ég hef mikinn áhuga á b12 vítamíni og skjaldkirtilssjúkdómum og líklegt að ég geri eitthvað svipað með það í framtíðinni. Með þessu vonast ég til að setja fordæmi og hvet aðra lækna til að skrifa líka.“ Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Fyrir tveimur árum gerði Ágúst Óskar Gústafsson, heimilislæknir í Vestmannaeyjum, töflu um smitsjúkdóma barna. Taflan var gerð í samvinnu við leikskóla í bæjarfélaginu og tilgangurinn að búa til leiðbeiningar sem allir gætu fallist á. Taflan fór fyrir tilviljun á flakk og umræða um hana skapaðist um allt land. Núna hefur Ágúst opnað facebook síðu þar sem hann setur inn upplýsingar um járn, járnskort og járnofhleðslu í sama tilgangi, að fræða og leiðbeina. Heimilislæknir þarf að vera praktískur og stór hluti af starfinu er að fræða og það er takmarkað hvað næst að koma miklu til skila á tíu til fimmtán mínútum á stofu. Því er mjög gott fyrir sjúklinga að geta skoðað þessa hluti í rólegheitunum eins oft og þeir þurfa. Ég hef líka haft áhuga á járnofhleðslu síðan ég útskrifaðist 2003. Kveikjan var eiginlega sú að einungis stóðu nokkrar línur í kennslubókinni um sjúkdóminn sem er lýst sem „algengasta erfðasjúkdómi sem þú hefur aldrei heyrt talað um“. Ekki minnkaði áhuginn þegar það kom í ljós að þetta er „eldgamall“ sjúkdómur og getur haft víðtæk áhrif á hin ýmsu líffæri líkt og til dæmis sykursýki. Í seinni tíð hef ég reynt að lesa meira um sjúkdóminn og einnig járnbúskap almennt. Auk þess fannst mér vanta upplýsingar um járn á einn stað,“ segir Ágúst um tilkomu síðunnar.Fe er járn í lotukerfinu.Lengsti fyrirlestur í heimiÁ síðunni, sem heitir „Járnskortur og járnofhleðsla“, má finna upplýsingar um járnskort og járnofhleðslu, einkenni þess, járn í mataræði, hvernig járnið er nýtt og þar er vísað á góðar síður sem veita frekari upplýsingar. „Hugmyndin með þessari síðu er að byggja þetta upp eins og fyrirlestur, nýta hvern dag í eitt ákveðið málefni. Þetta verður almennt í fyrstu, en síðan markvissara um járnofhleðslu og járnskort. Þetta verður því eins og hægasta PowerPoint sýning allra tíma en vonandi skemmtilegt og gagnlegt fyrir þá sem skoða. Ég valdi reyndar febrúar sérstaklega til að gera þetta því ég hef gaman að orðaleikjum og járn er táknað Fe.“Mikil vitneskja um járn tilÁgúst segist fylgjast vel með umræðu um mataræði og lífsstíl og segir það gefandi að sjá fólk breyta um lífsstíl á eigin forsendum því það reynist yfirleitt best til lengri tíma litið. „Mér finnst umræðan um járn vera dottin úr tísku. Að mínu viti ætti hún að vera meiri þar sem við vitum svo margt um járn, við höfum úrræði, greiningu og einkenni auk þess sem margir þjást af járnskorti. Gróflega áætlað eru um tuttugu prósent kvenna á barneignaraldri með járnskort og um það bil helmingur kvenna á meðgöngu fær járnskort. Síðasta stóra rannsókn sem gerð var á Íslandi á járnofhleðslu og járnskorti var gerð árið 1991 þannig að það er lítið nýtt að frétta. Það er því klárlega þörf á því að ræða þetta.“Um tuttugu prósent kvenna á barneignaraldri eru með járnskort og undanfarið hefur orðið meiri vakning um járnofhleðslu. Getty/nordic photoGetty/nordic photoHvatning til annarra læknaHann segir facebook síðuna ekki eiga að vera tæmandi heldur eigi hún að verða fólki hvatning til þess að grúska sjálft í þessu, þannig skili það sér best til lengri tíma. „Það er ýmislegt í þessu sem er bara almenn skynsemi eins og að borða fisk og grænt grænmeti við járnskorti. Þetta er þekking sem er til staðar en mataræði hefur breyst talsvert í gegnum árin og því er þetta góð áminning. Síðustu ár hefur orðið meiri vakning um járnofhleðslu. Þetta er í flestum tilfellum arfgengur sjúkdómur sem fólk fæðist með en kemur ekki í ljós fyrr en um miðjan aldur,“ útskýrir Ágúst. Aðspurður hvort fleiri svipuð verkefni séu í vændum hjá honum segir hann hægt að skrifa um nóg af hlutum. „Ég hef mikinn áhuga á b12 vítamíni og skjaldkirtilssjúkdómum og líklegt að ég geri eitthvað svipað með það í framtíðinni. Með þessu vonast ég til að setja fordæmi og hvet aðra lækna til að skrifa líka.“
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira