Viðskipti innlent

Opna nýjan Pizza67 stað á Grensásvegi

Atli Ísleifsson skrifar
Margir pítsastaðir hafa verið reknir í húsinu á Grensásvegi.
Margir pítsastaðir hafa verið reknir í húsinu á Grensásvegi. Mynd/Pizza67
Pizza67 hefur opnað nýjan stað á Grensásvegi 10 í Reykjavík. Margir pítsastaðir hafa áður starfað í húsnæðinu, þar á meðal Pizzahúsið, fyrsti pítsustaður landsins.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sömu aðilar standi að opnun staðarins og þeir sem opnuðu nýverið Pizza67 í Langarima í Grafarvogi.

Fyrsti Pizza67 staður­inn var opnaður hér á landi fyr­ir 23 árum en í dag er einn Pizza 67 staður starfræktur í Vest­manna­eyj­um, einn í Fær­eyj­um og nú tveir í Reykjavík. „Frekari uppbygging hefur verið boðuð en Íslendingar eru afar sólgnir í pítsur og hefur verið tala um heimsmet í því sambandi.“

Í tilkynningunni segir að undanfarna daga hafi aðeins verið mögulegt að panta svokallaðar brottnámsbökur til að njóta heima á staðnum í Langarima en smiðir vinna nú að því að leggja lokahönd á veitingasal staðarins sem verður tekinn í notkun eftir helgi.

„Boðið verður upp á hádegishlaðborð sem inniheldur ekki aðeins friðelskandi pizzurnar sem Pizza67 er þekktast fyrir, heldur einnig salat og súpur. Eftir helgi hefjast svo heimsendingar frá Grensásvegi. Áfram verður boðið upp á heimsendingar og brottnámsbökur í Langarima 21.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×