Golf

David Lingmerth sigraði á Memorial

Lingmerth og Rose eftir bráðabanan í kvöld.
Lingmerth og Rose eftir bráðabanan í kvöld. Getty

David Lingmerth sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann lék best allra á Memorial móti Jack Nicklaus sem fram fór á Muirfield vellinum.

Lingmerth lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari, sem og Englendingurinn Justin Rose en sá fyrrnefndi hafði betur í þriggja holu bráðabana um sigurinn.

Þessi 27 ára gamli Svíi vann sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni árið 2013 og var nálægt því að missa hann í fyrra eftir slæmt gengi.

Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því lengur en með sigrinum fær hann tveggja ára þátttökurétt á mótaröðinni, sem og rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé.

Ítalinn Francesco Molinari og næst besti kylfingur heims, Jordan Spieth, enduðu jafnir í þriða sæti á 13 höggum undir pari en Tiger Woods endaði mjög neðarlega á skortöflunni eftir hræðilegan þriðja hring í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×