Hvað gerir Keflavík með nýja þjálfara? Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 10:00 Keflavík er í veseni og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag. vísir/getty Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira