Innlent

Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Par með tvö börn greiðir rúmar 2.000 krónur eftir hækkunina.
Par með tvö börn greiðir rúmar 2.000 krónur eftir hækkunina. vísir/stefán
Aðgöngumiðinn í sundlaugar Reykjavíkurborgar mun hækka um næstu mánaðamót í 900 krónur úr 650 krónum. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag.

Þetta er liður í aðgerðaráætlun borgarráðs í fjármálum. Það var borgarstjóri sem lagði málið til. Ekki er lagt til að dýrara verði fyrir börn að fara í sund en nú þurfa þau að greiða 140 krónur. Þetta er önnur hækkunin á skömmum tíma en sundmiðinn kostaði 600 krónur í upphafi árs 2014. Einnig er stefnir borgin að því að gjaldtaka verði allan ársins hring á ylströndinni í Nauthólsvík.

Líkt og áður hefur komið fram var tillagan samþykkt en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×