Menning

Orð, tónlist og líkamleg tjáning í Hafnarborg

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kristín Þóra sinnir jöfnum höndum hlutverkum flytjanda, tónskálds og spunaleikara.
Kristín Þóra sinnir jöfnum höndum hlutverkum flytjanda, tónskálds og spunaleikara.
Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóluleikari og tónskáld, flytur nýja útfærslu tónleikhúsverksins Orðin eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur tónskáld í Hafnarborg á sunnudaginn, 11. október. Verkið er unnið upp úr ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, sem kom út árið 2000. Í verkinu fléttast saman orð, tónlist og líkamleg tjáning, þar sem sjónrænir þættir verksins hafa áhrif á merkingu orðanna og þróast áfram við hvern flutning. Verkið er tæp klukkustund í flutningi.

Kristín Þóra Haraldsdóttir kemur víða við í nálgun sinni að tónlist og sinnir jöfnum höndum hlutverkum flytjanda, tónskálds og spunaleikara. Hún kemur reglulega fram með hljómsveitum, kammersveitum, söngvaskáldum og spunaleikurum, ásamt því að hafa starfað með fjölda hópa sem tengjast líkamsleikhúsi og gjörningum.

Orðin er fyrsta atriðið á nýju starfsári tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg sem er tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni.

Almennt miðaverð er kr. 2.500, en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.