Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli.
Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að lögreglan hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum í síðustu viku.
Efnin fundust í bifreið viku eftir að hún kom til landsins með Norrænu, þann 22. september síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín.
Nú sitja fjórir í gæsluvarðhaldi til 13. september vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar.
Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli
Tengdar fréttir
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.