Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 23:51 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson
Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira