Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að samtals 4,9 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2015. vísir/vilhelm Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira